Ef þú gerir ekkert í Storytel appinu í 90 mínútur, mun hljóðbókin þín hætta að spila vegna óvirkni. Það er ekki hægt að slökkva á þessu, en ef þú opnar Storytel appið innan 90 mínútna, þá ætti hljóðbókin að halda áfram eins og venjulega.
Ef bókin stöðvar vegna óvirkni þarft þú bara að opna appið og ýta á Hlusta (eða Play táknið) til að halda áfram að hlusta.
Ef þú notar Android tæki og lendir í því að hljóðbókin hætti að spila þó þú hafir opnað Storytel appið innan 90 mínútna, og þú hefur ekki ýtt á neitt til að stöðva spilunina, getur það verið vegna stillinga til rafhlöðusparnaðar.
Hægt er að slökkva á þessum stillingum fyrir Storytel appið, en leiðbeiningar til þess eru mismunandi fyrir mismunandi tæki og mismunandi útgáfur af Android.
Vinsamlegast fylgdu neðangreindum leiðbeiningum fyrir þitt tæki.
Android 12/13 á Samsung, Huawei, Pixel og Oppo
1. Opnaðu Stillingar appið
2. Ýttu á Forrit
3. Veldu Storytel
4. Ýttu á Rafhlaða.
5. Veldu Engar takmarkanir.
Android 12/13 á OnePlus
1. Opnaðu Stillingar appið.
2. Ýttu á Forrit.
3. Veldu Storytel.
4. Veldu Notkun rafhlöðu.
5. Gakktu úr skugga að:
- Leyfi fyrir virkni í forgrunni sé kveikt (ON)
- Leyfi fyrir virkni í bakgrunni sé kveikt (ON)
- Leyfi fyrir sjálfvirkni ræsingu sé kveikt (ON)
6. Endurræstu tækið þitt.
Samsung með Android 9-11
1. Opnaðu Stillingar appið
2. Ýttu á Forrit
3. Veldu Storytel
4. Ýttu á Rafhlaða.
5. Veldu Hámarka rafhlöðunotkun.
6. Opnaðu flettilistann og veldu Allt.
7. Finndu Storytel í listanum og slökktu á því (OFF)
Huawei með Android 10
1. Opnaðu Stillingar appið.
2. Veldu Spara rafhlöðunotkun.
3. Passaðu að Storytel sé með slökkt, (Not allowed)