Sú aðferð sem þú getur notað til þess að skrá þig inn í appið og á vefsíðuna veltur á því hvernig þú stofnaðir Storytel aðganginn þinn. Nauðsynlegt er að velja rétta innskráningaraðferð til þess að geta skráð þig inn.
Innskráningaraðferðin er sú sama þegar þú skráir þig inn í appið og á vefsíðuna.
Skrá inn með netfangi
Veldu þennan valmöguleika ef þú slóst inn netfang og lykilorð þegar þú bjóst aðganginn þinn til.
Skrá inn með Apple
Veldu þennan valmöguleika ef þú skráðir þig inn með Apple þegar þú bjóst aðganginn þinn til.
Skrá inn með Google
Veldu þennan valmöguleika ef þú skráðir þig inn með Google aðgangnum þínum þegar þú bjóst aðganginn þinn til.