Ef þú hefur búið til aðgang hjá okkur í gegnum vefsíðuna eða í appinu, þarft þú að velja að skrá inn á aðganginn þinn en ekki að stofna nýjan.
Hvaða innskráningaraðferð þú þarft að velja þegar þú skráir þig inn á aðganginn þinn er háð því hvað þú valdir þegar þú stofnaðir aðganginn fyrst. Þessi aðferð er sú sama á vefsíðunni og í appinu. Þú þarft að velja rétta innskráningaraðferð til þess að geta skráð þig inn.
Ef þú lendir í vandræðum með að skrá þig inn á aðganginn þinn, gæti það verið vegna þess að þú hafir valið ranga innskráningaraðferð, eða hafir slegið inn rangt netfang eða lykilorð.
Þegar þú ert skráð/ur inn á aðganginn þinn í appinu getur þú ávallt séð hvaða netfangi þú ert skráð/ur inn með ef þú ferð í Prófíll > Stillingar > Aðgangur.
-
-
- Innskráningaraðferðirnar okkar
-
<b>Skrá inn með netfangi</b>
<br><br>
Veldu þessa innskráningaraðferð ef þú hefur slegið inn netfang og lykilorð þegar þú stofnaðir aðganginn. Ef þetta er þín innskráningaraðferð getur þú ekki breytt í aðra innskráningaraðferð, en þú getur að sjálfsögðu alltaf breytt netfanginu og lykilorðinu sem tengd eru við áskriftina.
<br><br>
<b>Skrá inn með Apple</b>
<br><br>
Veldu þessa aðferð ef þú skráðir þig inn með Apple ID þegar þú stofnaðir Storytel aðganginn þinn.<a href="https://support.storytel.com/hc/articles/360014466119">Lestu meira hér ef þú átt í vandræðum með að skrá þig inn með Apple.</a>
<br><br>
<b>Skrá inn með Google</b>
<br><br>
Veldu þessa aðferð ef þú skráðir þig inn með Google þegar þú stofnaðir Storytel aðganginn þinn.
-
-
-
- Breyta um lykilorð
-
<ol type = "1">
<li><a href="https://www.storytel.com/se/byt-losenord">Fylgdu þessum hlekk til þess að búa til nýtt lykilorð</a>
<li>Sláðu inn netfangið sem tengt er við aðgnanginn þinn og smelltu svo á <b>Senda</b>.
<li>Opnaðu tölvupóstinn sem við sendum þér í tengslum við lykilorðið.
<li>Í tölvupóstinum þarft þú að ýta á hlekk til að endurstilla lykilorðið þitt. Þá verður þú send/ur á nýja síðu. Skrifaðu nýja lykilorðið þitt í báða dálkana og smelltu á <b>Breyta lykilorði</b>.
<li>Hafðu í huga að lykilorðið þarf að vera 8 stafabil. Þú getur gert lykilorðið þitt öruggara með því að hafa bæði stóra og litla stafi, tölustafi og sérstaka stafi líkt og @,%!.
<li>Skráðu þig inn með netfanginu þínu og nýja lykilorðinu þínu.
<br><br>
Það getur komið fyrir að tölvupósturinn frá okkur endi í ruslpóstmöppunni. Ef þú sérð ekki póstinn frá okkur í innhólfinu þínu, endilega gakktu úr skugga um að kíkja líka í ruslpóstmöppuna<br><br>
Ef þú fékkst ekki tölvupóstinn frá okkur, og hann fannst ekki í ruslpóstmöppunni heldur, getur verið að aðgangurinn þinn sé skráður á annað netfang. Ef þig grunar að aðgangurinn sé skráður á annað netfang getur þú reynt að fá nýtt lykilorð á það netfang. Ef þú átt enn í vandræðum með að fá tölvupóstinn, endilega hafðu samband við þjónustuverið okkar og við getum aðstoðað þig frekar.
-
-
-
- Breyttu um netfang
- Til þess að breyta netfanginu sem tengt er við aðganginn þinn þarft þú að geta tekið á móti póstum á því netfangi.
<a href="https://support.storytel.com/hc/articles/360010487419">Endilega hafðu samband við þjónustuverið okkar ef þú hefur ekki lengur aðgang að netfanginu sem skráð er á aðganginn þinn og vilt breyta því.</a> Til þess að aðstoðin gangi sem hraðast, getur þú haft samband við okkur úr eða með netfanginu sem þú vilt hafa aðganginn tengdan við í staðinn. <br><br>
Ef þú hefur aðgang að netfanginu sem er núna skráð á aðganginn þinn, vinsamlegast fylgdu þessum skrefum:
<ol type = "1">
<li><a href="https://account.storytel.com/account/account">Fylgdu þessum hlekk til að skrá þig inn á aðganginn þinn á vefsíðunni okkar.</a>
<li>Þegar þú hefur skráð þig inn, smelltu á <b>Aðgangur</b> og svo á <b>Prófíll</b>.
<li>Sláðu inn nýja netfangið þitt í dálkinn fyrir <b>Netfang</b> og veldu <b>Vista</b>.
<li>Tölvupóstur verður þá sendur á núverandi netfangið þitt (sem þú ert að breyta úr), til að staðfesta breytinguna. Þegar þú hefur staðfest breytinguna mun netfangið sem tengt er við aðganginn þinn vera uppfært<br><br>
Ef þú sérð ekki staðfestingarpóstinn frá okkur, endilega athugaðu líka í ruslpóstmöppuna.
-