Storytel er viðskiptavina-miðuð og skapandi efnisveita knúin áfram af tækni sem leggur áherslu á að skila fyrsta flokks notendaupplifun og réttu efni til réttra aðila á réttum tíma.
Út frá stefnu okkar erum við hugbúnaðar-miðað fyrirtæki og ættum ekki að vera framleiðandi tækjabúnaðar horft til framtíðar.
Þetta er til að skerpa stöðu okkar sem leiðandi fyrirtæki og beina fjárfestingum okkar að því sem við gerum best. Storytel er fyrst og fremst efnisveita knúin áfram af tækni og það felur ekki endilega í sér að vera vélbúnaðar-framleiðandi.
Þýðir þetta að séuð að hætta með rafbækur?
Alls ekki. Sem vaxandi leiðtogi á stækkandi afþreyingarmarkaði mun Storytel alltaf og óhjákvæmilega fylgja í takt við stækkandi hljóðbókamarkað.
Þrátt fyrir að rafbækur séu aðeins c.a. 5–12% af neyslu eftir mörkuðum, erum við staðráðin í að betrumbæta og þróa notendaupplifun spjaldtölvu-lesenda okkar í framtíðinni. Til dæmis með áframhaldandi þróun á EPUB3 sniðinu og skapa enn betra aðgengi með samþættingu forrita við kerfi og tæki samstarfsaðila.