Get ég keypt lesbretti eftir að sölu er hætt?
Storytel hefur hætt sölu á lesbrettum.
Geta viðskiptavinir haldið áfram að nota lesbrettin eftir að sala á þeim hættir?
Já, lesbrettin verða áfram tæknilega studd fyrir lestur og hlustun hjá öllum með Storytel áskrift.
Hvað með ábyrgðina á lesbrettunum?
Samkvæmt neytendalögum á Íslandi er ábyrgðin 2 ár og ef eitthvað kemur uppá geta viðskiptavinir sótt ábyrgðina þar sem þeir keyptu vöruna.
Við virðum að sjálfsögðu samninga og tryggjum tæknilegt viðhald á lesbrettunum yfir ábyrgðartímann sem og stuðning í gegnum þjónustuverið okkar.
Get ég notað önnur tæki til að lesa Storytel rafbækur, eða get ég notað lesbretti frá öðrum til að lesa Storytel rafbækur? (Kindle, Onix osfrv.)?
Þú getur lesið rafbækur, eða hlustað á hljóðbækur með því að hlaða niður Storytel appinu í snjalltæki eins og snjallsíma og spjaldtölvur með lágmarkskröfu um Android 5 eða iOS 15 stýrikerfi. Það er því miður ekki hægt að nota aðra rafbókalesara.