Hefja áskrift með Storytel Unlimited
1. Farðu á www.storytel.com.
2. Ýttu á Prófaðu Storytel.
3. Búðu til aðgang og samþykktu notendaskilmála okkar og persónuverndarstefnu okkar.
4. Settu inn greiðsluupplýsingar þínar * og samþykktu viðbótarskilmála okkar fyrir Storytel Unlimited.
Ef þú ert nýr áskrifandi hjá Storytel þá muntu fá fría prufuáskrift í 14 daga.
Hvað gerist eftir að prufuáskrift lýkur?
Við bjóðum upp á fría prufuáskrift fyrir nýja áskrifenda til þess að gefa þér tækifæri á að hafa nægan tíma til þess að upplifa þjónustu okkar áður en þú ákveður hvort þú viljir halda áfram með Storytel eða ekki. Ef þú kýst að halda áfram þá verður áskriftin þín endurnýjuð fyrir næstu 30 daga eftir að prufuáskriftinni lýkur. Áskriftin þín er endurnýjuð á 30 daga fresti þangað til þú segir áskriftinni upp. Ef þú kýst að halda ekki áfram eftir prufuáskriftina þá mælum við með því að þú segir upp áskriftinni daginn áður en 14 daga prufutímabilinu lýkur í seinasta lagi. Óháð því hvenær þú segir upp áskriftinni þá muntu geta hlustað/lesið allt tímabilið.
Hefur þú fengið tilboð eða ert að reyna að taka þátt í herferð hjá Storytel?
Ef þú hefur fengið tilboð fyrir Storytel eða ef þú ert að reyna að taka þátt í herferð þá getur þú ekki hafið áskrift þína beint á heimsíðu Storytel. Vinsamlegast fylgdu leiðbeiningum sem koma fram í tilboðinu/herferðinni.
*Svo við getum samþykkt greiðslukortið þitt þá verður það að vera gilt Visa eða Mastercard sem er opið fyrir internetfærslur.