Þú getur vistað bækurnar þínar á tækinu svo þú getir hlustað og/eða lesið hvar og hvenær sem er, jafnvel án nettengingar.
Ef þú ert nú þegar með bókina í bókahillunni þinni eða spilaranum getur þú ýtt á örina sem bendir niður til að hefja niðurhalið.
Ef þú hefur ekki sett bókina í bókahilluna þína enn sem komið er getur þú ýtt á punktana 3 á upplýsingasíðu bókarinnar) og ýtt á "Vista á tæki". Eftir að þú hleður bók niður í tækið, mun hún sjálfkrafa birtast í bókahillunni þinni.
Til að fjarlægja niðurhal á bók getur þú ýtt aftur á örvatáknið og staðfest að þú viljir fjarlægja niðurhalið. Bókin verður áfram í bókahillunni nema að þú fjarlægir hana líka þaðan.
Þú getur séð allar bækurnar sem þú hefur hlaðið niður með því að fara í "Vistaðar" í bókahillunni þinni.
Gott að vita: Þó bókunum hafi verið hlaðið niður er eingöngu hægt að nálgast þær í gegnum Storytel appið.
Vandamál við niðurhal
Við mælum með því að þú gerir ekkert annað í appinu þangað til þú sérð að niðurhali sé lokið. Þegar niðurhali er lokið sérð þú að örin sem bendir niður er orðin appelsínugul á litinn.
Ef þú átt í vandræðum með að hlusta á bók sem þú hefur hlaðið niður (t.d þú getur ekki hlaðið bók niður, eða það virðist vanta hluta bókarinnar), prófaðu endilega að hlaða henni aftur niður. Passaðu að vera með amk 2GB af lausu plássi í tækinu þínu og að niðurhalið hafi alveg klárast.
Hvað gerist við vistaðar bækur ef ég skrái mig út úr appinu?
Ef þú skráir þig út úr appinu munu bækurnar enn vera sýnilegar í bókahillunni þinni, en niðurhalið mun detta út og þú munt þurfa að hlaða bókunum aftur niður til að geta hlustað eða lesið án nettengingar.