Vistaðu bækurnar þínar á tækinu svo þú getir hlustað hvar og hvenær sem er án nettengingar.
Vista hljóðbók á tækið
Byrjaðu á því að vista hljóðbókina sem þú vilt hlaða niður í bókahilluna þína. Ýttu síðan á hringinn með 3 punktum í (við hliðina á bókatitlinum í bókahillunni eða á upplýsingasíðu bókarinnar) og ýttu á "Vista á tæki".
Þá mun hljóðbókin byrja að hlaðast niður á tækið þitt. Við mælum með því að þú gerir ekkert annað í appinu þangað til niðurhali er lokið.
Þegar hljóðbókinni hefur verið hlaðið niður á tækið er hún merkt með grænum lit í bókahillunni þinni. Þú getur líka séð þær hljóðbækur sem þú hefur áður hlaðið niður í appið ef þú ferð í Mín síða -> Stillingar -> Vistaðar bækur og flettir niður.
Þú getur fjarlægt hljóðbók frá hlustun án nettengingar ef þú ýtir á hringinn með punktunum þremur í bókahillunni, á upplýsingasíðu bókarinnar eða með því að ýta á ruslatunnuna í hægra horni spilarans.
Vistaðu rafbók á tækið
Byrjaðu á því að vista rafbókina í bókahilluna þína.
Í fyrsta sinn sem þú ýtir á "Lesa bókina" þá er bókinni sjálfkrafa hlaðið niður á tækið þitt. Vegna þessa er enginn valmöguleiki til þess að hlaða niður rafbókum.
Rafbókin mun verða vistuð til hlustunar án nettengingar svo lengi sem þú fjarlægir hana ekki úr bókahillunni eða skráir þig út úr appinu.
Hafðu í huga: Ef þú skráir þig út úr appinu þá munu bækurnar þínar ekki vera vistaðar lengur á tækið þitt og þú þarft að hlaða þeim aftur niður.