Breyta lykilorði
Ef þú veist hvaða lykilorð þú ert að nota þá getur þú breytt því með því að fylgja eftirfarandi skrefum:
1. Skráðu þig inn á www.storytel.com, farðu á Mínar síður -> Aðgangurinn minn, veldu Aðgangur og ýttu á Breyta lykilorði. Þú verður send/sendur áfram á nýja síðu.
2. Skráðu inn nýja lykilorðið þitt í báða reitina og ýttu á Breyta lykilorði.
3. Ef þú sérð staðfestinu á sömu síðu að lykilorði þínu hafi verið breytt þá getur þú byrjað að nota nýja lykilorðið bæði á heimasíðunni og í appinu.
Hafðu í huga: Nýja lykilorðið þarf að vera að minnsta kosti 8 stafa langt. Til ð gera það enn öruggara er gott að bæta við tölustöfum eða sérstökum táknum á borð við !,& og @.
Endurstilla lykilorð
Ef þú hefur gleymt lykilorðinu þínu þá getur þú endurstillt það og valið þér nýtt lykilorð.
1. Farðu á Breyta lykilorði.
2. Settu inn netfangið þitt og ýttu á Senda.
3. Kíktu í tölvupósthólfið þitt. Ef þú settir inn sama netfang og aðgangurinn minn er skráður á þá muntu sjá tölvupóst frá okkur merkt "Breyta lykilorði".
4. Ýttu á hlekkinn Endurstilla lykilorð í tölvupóstinum. Ný síða mun opnast.
5. Settu inn nýja lykilorðið þitt í báða reiti og ýttu á Breyta lykilorði.
6. Opnaðu appið eða vefsíðuna og skráðu þig inn með sama netfanginu og þú notaðir til þess að endurstilla lykilorðið og nýja lykilorðið þitt.
Ekki mögulegt að breyta eða endurstilla lykilorðið?
Ég veit ekki hvaða netfang ég er með skráð.
Ef þú sérð villumeldinguna "Enginn aðgangur er tengdur þessu netfangi" prófaðu fyrrnefnd skref til þess að endurstilla lykilorðið þitt með öðru netfangi sem þú ert með. Ábending: Ef þú ert skráð/skráður inn í appið og getur hlustað/lesið þá getur þú séð með hvaða netfangi þú ert skráð/skráður inn með ef þú ferð í Mín síða -> Stillingar -> Aðgangur.
Ég fékk engan tölvupóst sendan til þess að endurstilla lykilorðið mitt
Ef það tókst að endurstilla lykilorðið þitt en þú finnur tölvupóstinn ekki í innhólfinu, athugaðu hvort þú ert skráð/skráður inn á sama netfangi og því netfangi sem þú baðst um nýtt lykilorð fyrir. Þú getur líka athugað í ruslpóstinn/spam hólfið.