Í smáforritinu
Ef þú skráir þig inn í smáforritið og ferð í Prófíll -> Stillingar -> Aðgangur getur þú séð með hvaða netfangi þú ert skráð/ur inn. Á Prófílnum þínum getur þú einnig séð:
- fornafn, eftirnafn og prófílmynd
- umsagnir sem þú hefur skrifað
- þínar Persónuverndarstillingar
- hlustunarmarkmið sem þú hefur sett þér, það sem þú fylgir (til dæmis höfundar)
Á vefsíðunni
Ef þú skráir þig inn á vefsíðuna okkar og velur Mínar síður -> Aðgangurinn minn getur þú séð með hvaða netfangi aðgangurinn þinn er skráður, greiðslusögu fyrir það sem þú hefur keypt og næstu greiðsludagsetningu fyrir áskriftina.
Þú getur einnig náð í hlustunarsöguna þína á Aðgangurinn minn á vefsíðunni, til þess að skoða og hlaða niður hlustunarsögunni þinni.