Hversu lengi geymum við þínar persónulegu upplýsingar
Þegar þú segir upp áskriftinni þinni hjá Storytel fer sjálfkrafa í gang ferli sem eyðir persónugögnum þínum eftir ákveðinn tíma.
Persónulegar upplýsingar sem safnað er í markaðslegum tilgangi eru vistaðar eins lengi og þú ert með áskrift hjá okkur og er eitt tólf (12) mánuðum eftir að áskriftin þín endar eftir uppsögn.
Svo að Storytel geti stjórnað til dæmis notkun gjafakorta, ókeyppis prufutímabila og komið í veg fyrir misnotkun, munu ómissandi upplýsingar vera vistaðar í tuttuga og fjóra (24) mánuði eftir að áskriftin þín endar eftir uppsögn. Þetta gerir það einnig auðveldara fyrir þig ef þú ákveður að snúa aftur í áskrift að halda áfram þar sem frá var horfið og enduropna bókahilluna þína.
Hafðu í huga: Storytel gæti geymt upplýsingarnar lengur ef lög krefjast þess til þess að fylgjast með lagalegum hagsmunum Storytel, til dæmis ef um áframhaldandi málsmeðferð er að ræða.
Eyða Storytel aðgangi
Þú getur eytt aðgangnum þínum beint úr Storytel appinu. Ef þú ert með áskrift þarft þú fyrst að segja henni upp áður en þú eyðir aðgangnum.
Skráðu þig inn á Storytel aðganginn sem þú vilt eyða. Farðu í Prófíll > Stillingar⚙️ > Aðgangur > Eyða aðgangi.
Ef af einhverjum ástæðum getur þú ekki gert það í appinu, getur þú sent beiðni um eyðingu á persónulegum upplýsingum á privacy@storytel.com og við getum aðstoðað þig við það.
Til þess að eyða persónulegum upplýsingunum þínum
Þú getur alltaf sent póst á privacy@storytel.com til þess að biðja um að persónulegum upplýsingum þínum verði eytt. Áður en þú sendir okkur slíka beiðni, vinsamlegast athugaðu að:
- þú þarft að segja upp áskriftinni áður en beiðnin er send
- ef þú vilt fá aðstoð við uppsögn á áskrift, vinsamlegast hafðu fyrst samband við þjónustuverið okkar.
- taktu skýrt fram að þú viljir láta eyða persónulegum upplýsingum um þig
- ef mögulegt er, sendu okkur tölvupóstinn úr því netfangi sem tengt er við Storytel aðganginn þinn.