Svefntímastilling
Ef þú notar svefntímastillingu þá getur þú auðveldlega fundið aftur staðinn í bókinni sem þú sofnaðir yfir. Til þess að nota svefntímastillinguna þá opnar þú bókina í spilaranum og ýtir á tungl-táknið (þú sérð það til hægri undir bókarkápunni). Veldu hversu lengi þú vilt að bókin spilist áður en hún stöðvast.
Ef bókin stoppar og þú vilt halda áfram að hlusta síðar, þá getur þú annaðhvort ýtt á Byrja upp á nýtt (til að endurstilla), Hætta við (til þess að slökkva á tímastillingunni) eða þú getur farið til baka þangað sem þú stilltir fyrst svefntímastillinguna.
Handvirk bókamerki
Ef þér þykir tiltekinn staður í bókinni sérstaklega áhugaverður og vilt geta fundið hann aftur síðar þá getur þú bætt við handvirku bókamerki og skráð hjá þér athugasemd
Til að búa til bókamerki, opnaðu bókina þína í spilaraum og ýttu á bókamerkið.
Handvirk bókamerki geta einnig verið nytsamleg ef þú ert að skipta á milli tækja og villt ganga úr skugga um að þú getir haldið áfram að lesa eða hlusta frá þeim stað þar sem þú stoppaðir síðast.
Hraðastillingar
Viltu geta hægt á lestrinum eða hraðað honum? Ef þú opnar spilarann í appinu og ýtir á "1.0x" táknið, þá getur þú valið hraðann á lestrinum.
Stillingarnar eru 0.75x (til þess að hægja á venjulega lestrinum) og til þess að hraða lestri er hægt að velja 1.25x, 1.5x, 1.75x eða 2.0x.