Tilgangur fréttabréfs okkar er að veita þér upplýsingar um það efni sem við bjóðum upp á í þjónustu okkar, með því að kynna fyrir þér tiltekna bókatitla og til að halda þér upplýstum um alla okkar nýjustu valmöguleika eða uppákomur í þjónustu okkar.
Tilkynningar okkar eru notaðar til þess að upplýsa þig um leið og það eru nýjungar í þjónustu okkar sem við teljum að gætu verið áhugaverðar fyrir þig, til dæmis ef að nýr hluti af seríu sem þú fylgir kemur út.
Ég hef áður afþakkað fréttabréfið sem og upplýsingar um annað sem fram fer í þjónstunni. Hvað get ég gert ef ég hef núna áhuga á að fá sendar slíkar upplýsingar til mín?
Skráðu þig inn á heimasíðu okkar, farðu á Mínar síður -> Aðgangurinn minn, veldu þar Aðgangur og Breyta Prófíl. Fyrir neðan reitina þar sem þú getur fyllt inn í persónuupplýsingar muntu sjá box sem þú getur hakað í til þess að fá sendar ábendingar um áhugaverða bókatitla, persónuleg bókameðmæli og fleira. Þú munt þar með einnig fara á póstlista fyrir fréttabréfið.
Til að samþykkja tilkynningar í tækinu þínu þá getur þú fylgt sömu skrefum og hér að neðan en veldu að samþykkja tilkynningar frá Storytel.
Hvernig hætti ég að fá fréttabréf og tilkynningar?
Fréttabréf
Ef þú hefur fengið sent fréttabréf frá okkur, þá getur þú flett niður og smellt á hlekk til þess að afskrá þig af póstlista okkar.
Tilkynningar
iOS
1. Farðu í Stillingar og smelltu á Tilkynningar.
2. Smelltu á Storytel appið.
3. Dragðu hnappinn til hliðar til þess að stöðva eða leyfa tilkynningar úr Storytel appinu.
Android
1. Farðu í stillingar og smelltu á Tilkynningar*.
2. Smelltu á Storytel appið.
3. Dragðu hnappinn til þess að stöðva eða leyfa tilkynningar úr Storytel appinu.
*Þetta gæti verið breytilegt eftir því frá hvaða framleiðanda tækið þitt er eða af hvaða tegund það er.