Ef þú ert þegar með Storytel Unlimited áskrift ferðu á „Mínar síður“ til þess að skipta um áskriftarleið.
Þú þarft að skrá þig inn undir "Innskráning" á www.storytel.is með netfangi og lykilorðinu þínu. Þegar þangað er komið velur þú Mínar síður -> Aðgangurinn minn og svo „Stjórna" undir Núverandi áskriftarleið. Þar ýtir þú á Breyta áskriftarleið og velur þá áskriftarleið sem þú vilt breyta í.
Þegar þú breytir áskriftarleiðinni yfir í leið sem leyfir fleiri aðganga munt þú vera beðin/n um að greiða verðið fyrir fjölskylduáskrift þegar þú skráir þig. Dagar sem þú hefur þegar greitt fyrir, sem hluta af núverandi áskriftartímabili, munu ekki tapast. Í staðinn mun þessum dögum vera breytt yfir í „fjölskyldudaga“ sem þýðir að þeir bætast við fyrstu 30 dagana í fjölskylduáskriftinni þinni. Jafnvel þó þú sért þegar í áskrift verður þú beðin/n um að slá inn greiðsluupplýsingar aftur og samþykkja notendaskilmála, persónuverndarstefnu og aðra skilmála.
Þegar þú hefur hafið áskrift með Storytel Family munt þú hafa möguleikann á að breyta stillingum á „Mínum síðum“ á vefsíðunni. Þar getur þú bæði bætt við eða fjarlægt fjölskyldumeðlimi.
Aðeins sá sem er stjórnandi áskriftarleiðarinnar greiðir fyrir Storytel Family. Heildarupphæðin verður skuldfærð hvort sem aðrir fjölskyldumeðlimir hafi virkjað aðganginn sinn eða ekki. Ef stjórnandi áskriftarleiðarinnar er þegar Storytel áskrifandi þegar Storytel Family áskriftarleiðin er keypt mun greiðsludagsetning nýju fjölskylduáskriftarinnar vera áfram sú sama.
Ef þú ákveður að breyta áskriftarleiðinni yfir í aðra með færri aðganga munt þú vera áfram í sömu áskriftarleiðinni fyrir það tímabil sem þú hefur þegar greitt fyrir. Á næsta greiðsludegi eftir að áskriftarleið var breytt mun nýja áskriftarleiðin virkjast og þú verður rukkuð/rukkaður í samræmi við það.