Ef það er fleiri en einn einstaklingur á heimilinu sem vill hlusta og lesa á Storytel í sínu eigin tæki á sama tíma, gæti Storytel Family fjölskylduáskrift verið góður kostur fyrir ykkur.
Hver og einn fjölskyldumeðlimur skráir sig inn á sinn eigin aðgang, með sínu netafngi og er með sína eigin bókahillu. Áskriftinni er stjórnað af einum aðila og er sá einnig greiðandi áskriftarinnar.
Eftir að þú hefur hafið Family áskrift hjá okkur getur þú fylgt skrefunum neðar í greininni.
Ekki með áskrift en langar til að prófa? Lestu meira um hvernig þú hefur áskrift hér.
Ertu með áskrift hjá okkur en vilt breyta í Family áskrift? Hér getur þú lesið um hvernig þú breytir áskriftarleiðinni þinni.
-
-
- Sendu boð í áskriftina
- Þú býður fjölskyldumeðlimum í áskriftina þína á vefsíðunni okkar. Til þess að senda boð getur þú fylgt skrefunum hér fyrir neðan:
<ol type = "1">
<li><a href="https://account.storytel.com/se/sv/account/subscription">Smelltu hér til að skrá þig inn á vefsíðuna okkar.</a>
<li>Veldu <b>Áskrift</b> í valmyndinni til vinstri. Smelltu svo á <b>Stjórna</b>.
<li>Sláðu inn netfangið hjá manneskjunni sem þú vilt bjóða í áskriftina og smelltu á <b>Senda boð</b>.
<li>Viðtakandinn fær tölvupóst með hlekk til þess að þiggja boðið.
<br><br>
Ef þú sendir boð á fjölskyldumeðlim sem er nú þegar með virka Storytel áskrift mun áskriftinni sjálfkrafa vera sagt upp þegar viðkomandi gengur í fjölskylduáskriftina. Fjölskyldumeðlimurinn þarf þá að nota sömu upplýsingar til innskráningar og eru nú þegar tengdar við áskriftina þeirra.
-
-
-
- Þiggja boð
- Ef boðið hefur verið sent á réttan hátt af stjórnanda Family áskriftarinnar, ættir þú að hafa fengið boð í áskriftina í gegnum tölvupóst.
<ol type = "1">
<li>Opnaðu tölvupóstinn og smelltu á <b>Ganga í fjölskylduna</b>.
<li>Veldu <b>Stofna aðgang</b>, ef þú hefur aldrei verið með Storytel aðgang áður. Ef þú ert nú þegar með aðgang, veldu þá <b>Skrá inn</b> (óháð því hvort það sé virk áskrift á aðgangnum eða ekki).
<li>Smelltu svo á <b>Þiggja boð</b> til að tengjast Family áskriftinni.
-
-
-
- Þú getur ekki þegið boðið
-
Endilega athugaðu hvort þú sért nú þegar skráð/ur inn á rangan Storytel aðgang á vefsíðunni. Ef þú ert það, skráðu þig út af vefsíðunni og reyndu aftur að fylgja hlekknum.<br><br>
Ef þú ert nú þegar með virka áskrift hjá okkur er eingöngu hægt að ganga í áskriftina ef þú ert með virka áskrift í gegnum vefsíðuna okkar (ekki í gegnum samstarfsaðila).
<br><br>
Ef þú ert með áskrift í gegnum samstarfsaðila þarft þú að segja áskriftinni upp fyrst og bíða þar til núverandi áskriftartímabili lýkur áður en þú getur tengst áskriftinni.<a href="https://account.storytel.com/se/sv/account/subscription">Svona segir þú upp áskrift.</a>
-
-
-
- Það gengur ekki að hlusta á sama tíma
- Ef þið getið ekki hlustað á sama tíma getur verið að einhver hafi ekki tengst Family áskriftinni enn, eða þið gætuð verið skráð inn í appið með sama aðgangi.
<br><br>
<a href="https://account.storytel.com/se/sv/account/subscription">Smelltu hér til að skrá þig inn á vefsíðuna okkar Athugaðu að það er stjórnandi áskriftarinnar sem getur séð fjölskyldumeðlimina.</a> Smelltu á <b>Hafðu umsjón með fjölskylduáskriftinni</b>. Hér getur þú séð þá sem þú hefur boðið í áskriftina þína og hvort viðkomandi hafi þegið boðið rétt. Ef allt lítur vel út hér, mátt þú tryggja að allir séu skráðir inn í appið með sínu eigin netfangi. Þú getur séð það í appinu undir <b>Prófíll</b> > <b>Aðgangur</b>.
<br><br>
Ef fjölskyldumeðlimur er ekki skráður inn í appið með réttu netfangi, þarf viðkomandi að skrá sig út og aftur inn með réttu netfangi.
-
-
-
- Fjarlægja fjölskyldumeðlim
- Þú getur stjórnað því hverjir eru tengdir við Family áskriftina þína í gegnum vefsíðuna, með því að fylgja neðangreindum skrefum:
<ol type = "1">
<li><a href="https://account.storytel.com/se/sv/account/subscription">Smelltu hér til að skrá þig inn á vefsíðuna.</a>
<li>Ýttu á <b>Áskrift</b> í valmyndinni til vinstri. Veldu svo <b>Stjórna</b>.
<li>Veldu notandann sem þú vilt fjarlægja úr fjölskylduáskriftinni þinni með því að ýta á <b>Fjarlægja fjölskyldumeðlim</b>. Notandinn sem þú fjarlægir fær tilkynningu um að vera ekki lengur tengd/ur við áskriftina.
-
-
-
- Ganga úr fjölskylduáskrift
- Ef þér hefur verið boðið í fjölskylduáskrift en vilt ganga úr henni getur þú fylgt þessum skrefum:
<ol type = "1">
<li><a href="https://account.storytel.com/se/sv/account/subscription">Smelltu hér til að skrá þig inn á vefsíðuna okkar</a>
<li>Smelltu á <b>Áskrift</b> í valmyndinni til vinstri. Ýttu svo á <b>Stjórna</b>.
<li>Veldu <b>Segja upp áskrift</b> ef þú vilt aðeins ganga úr áskriftinni. Ef þú vilt hefja þína eigin áskrift getur þú valið <b>Breyta áskrift</b> og fylgt skrefunum þar.
-