Hjá Storytel leggjum við mikið upp úr því að varðveita persónuupplýsingar viðskiptavina okkar, og vinnum stöðugt að því að halda þeim öruggum. Ef þú vilt frekari upplýsingar en það sem kemur fram í þessari grein varðandi persónuupplýsingar sem við söfnum og hvers vegna, vinsamlegast skoðaðu Persónuverndarstefnuna okkar.
Storytel safnar þeim upplýsingum sem þú veitir okkur þegar þú skráir þig í þjónustuna okkar og þegar þú notar hana til þess að geta veitt þér persónulega þjónustu útfrá þínum þörfum.
Þetta þýðir að meðal þess upplýsinga sem við meðhöndlum eru:
- Notendaupplýsingar - fullt nafn, notendanafn, aðgangsupplýsingar líkt og netfang, og IP tala.
- Notkunarupplýsingar - leitarsaga, uppflettihegðun, val á titlum og aðrar streymistengdar upplýsingar líkt og lengd tímans sem eytt er í appinu okkar, upplýsingar sem þú velur að veita þegar þú notar þjónustuna okkar.
- Upplýsingar um kökur - þessar upplýsingar hjálpa okkur að veita þér aðgang að fullnýtanlegri vefsíðu, muna eftir þínum stillingum og, ef þú leyfir okkur það, að senda þér meira persónulegt markaðsefni.
Ein af aðalástæðum þess að Storytel safnar og meðhöndlar persónulegar upplýsingar þínar er til þess að standa við samkomulagið sem við erum með við þig. Til dæmis greiðsluupplýsingar þínar og netfang til þess að gera okkur kleift að stjórna áskriftum, gjafakortum og prufum sem þú gætir haft hjá okkur.
Hlustunarsagan þín gerir okkur kleift að bjóða þér upp á persónuleg bókameðmæli og gerir það að verkum að þú getir haldið áfram þar sem þú hættir að hlusta síðast.