Ef þú finnur ekki Storytel í listanum yfir tónlistarþjónustur getur verið að Sonos kerfið þitt sé skráð á rangt landsvæði.
Þú getur séð og breytt landinu sem kerfið er skráð á með því að fylgja eftirfarandi skrefum:
1. Skráðu þig inn á sonos.com/myaccount með netfanginu og lykilorðinu sem þú notaðir þegar þú skráðir Sonos kerfið þitt.
2. Farðu yfir „Address information“ í „Profile“ flipanum og gættu þess að rétt land sé valið.
3. Ef þú þarft að breyta um land, farðu neðst á síðuna og ýttu á „Edit Profile“
Hafðu í huga: Ef þú breytir landinu sem kerfið þitt er skráð á, getur verið að þú þurfir að bíða í allt að 15 mínútur fyrir listann yfir tónlistaþjónustur í boði í Sonos appinu til að uppfærast.
Ef þú getur ennþá ekki fundið Storytel á listanum yfir tónlistaþjónustur getur þú einnig haft samband við hjálparþjónustu Sonos.