Ef kortið sem þú skráðir hjá okkur er útrunnið eða þú vilt skipta um kort, þarft þú að uppfæra kortaupplýsingar þínar.
Til þess að uppfæra kortaupplýsingarnar þarft þú að skrá þig inn undir „Innskráning" á vefsíðunni okkar. Farðu á Mínar síður -> Aðgangurinn minn og veldu svo "Greiðsla". Ýttu svo á Uppfæra greiðsluupplýsingar og settu inn nýju kortaupplýsingarnar þar.
Ég fékk tölvupóst um að ekki hafi tekist að endurnýja áskriftina mína. Hvað get ég gert til að greiða fyrir áskriftina mína?
Ef þú færð tölvupóst frá okkur um að uppfæra kortaupplýsingarnar þínar, höfum við ekki getað skuldfært á kortið fyrir áskriftinni og hefur hún því ekki verið endurnýjuð.
Við munum alls gera fjórar tilraunir til þess að skuldfæra af kortinu þínu með nokkurra daga millibili. Ef allar tilraunirnar mistakast mun lokast á áskrift þína.
Ef þú hefur fundið út hvers vegna skuldfærslan fór ekki í gegn, og vilt ekki þurfa að bíða eftir næstu skuldfærslutilraun getur þú uppfært kortaupplýsingar sem lætur kerfið okkar reyna aftur um leið. Ef skuldfærslan fer í gegn ætti áskriftin þín að opnast á ný nær samstundis og þú getur haldið áfram að njóta Storytel.
Algengustu ástæður þess að skuldfærsla fer ekki í gegn eru:
- kortið er útrunnið
- ekki er næg innistæða
- kortið er lokað fyrir internetfærslur
Ef þú ert ekki viss hvers vegna kortinu þínu hefur verið hafnað, hafðu endilega samband við bankann þinn fyrir frekari upplýsingar.