Ef þú vistar bækur á lesbrettinu getur þú lesið þær án þess að vera í netsambandi. Til að hlaða niður bók, vinsamlega fylgdu eftirfarandi skrefum:
- Gakktu úr skugga um að tækið sé tengt við WiFi áður en þú heldur áfram.
- Veldu bókina sem þú villt hlaða niður. Þá muntu sjá upplýsingasíðu bókarinnar.
- Ýttu á Hlaða niður rafbók, Hlaða niður hljóðbók eða bæði.
- Þú finnur bókina í bókahillunni þinni. Þegar bókinni hefur verið hlaðið niður þá muntu sjá hak hægra megin við bókina sem merkir að bókinni hefur verið hlaðið niður.
Hafðu í huga: Mikilvægt er að tengjast WiFi að minnsta kosti á 30 daga fresti. Ef þú tengist því ekki í 30 daga eða lengur þá muntu þurfa að hlaða bókunum aftur niður á tækið.
Afhverju tekur lengri tíma að hlaða sumum bókum niður?
Tímalengd niðurhals fer eftir því hversu stór rafbókar eða hljóðbókar skráin er. Ef þú, til að mynda, hleður niður bók með myndum eða miklum texta þá gæti það tekið lengri tíma að hlaða henni niður.
Fæ ég að eiga bækurnar sem ég hef vistað á tækinu?
Þú hefur aðgang að öllu okkar úrvali svo lengi sem þú ert í áskrift hjá okkur. Storytel er áskriftartengd þjónusta og ef þú segir áskriftinni upp þá muntu ekki geta lesið/hlustað á bókatitla okkar (þetta á einnig við um vistaðar bækur)
Fjarlægja vistaða bók
Ef þú villt fjarlægja tiltekna bók sem þú hefur vistað á tækinu þá getur þú farið í bókahilluna þína og ýtt á bókina sem þú villt fjarlægja. Veldu Remove og ýttu svo á OK.
Til að fjarlægja allar vistaðar bækur:
- Ýttu á appelsínugula hnappinn á Reader lesbrettinu til að sjá upphafsskjáinn.
- Veldu Stillingar og ýttur svo á Eyða öllum bókum af tæki.