Farðu í valmyndina inni í Sonos appinu og veldu möguleikann „Bæta við tónlistarþjónustu“. Leitaðu að „Storytel“ og veldu „Bæta við Sonos“. Tveir valmöguleikar munu birtast: „Ég hef ekki notað Storytel áður“ og „Ég er þegar með aðgang“.
Þú getur bara bætt Storytel við Sonos appið ef þú ert þegar með Storytel aðgang með virkri áskrift. Ef þú vilt hefja áskrift hjá Storytel getur þú farið á vefsíðuna okkar www.storytel.is. Fyrir frekari upplýsingar getur þú lesið þetta.
Ef þú ert þegar með aðgang, veldu „Ég er þegar með aðgang“ og haltu áfram með því að slá inn netfang þitt og lykilorð. Í næsta skrefi, sem er jafnframt það síðasta, verður þú beðin/n um að gefa aðganginum nafn. Þessu er hægt að breyta síðar.