Storytel Reader er lesbretti sem þú getur notað með Storytel áskriftinni þinni.
Ef þú hefur ekki notað lesbretti áður þá er lesbretti tæki sem er þróað sérstaklega fyrir lestur rafbóka. Storytel Reader notar e-ink tækni fyrir skjáinn, sem gerir þér kleift að lesa eins og af raunverulegum pappír.
Lestu og hlustaðu með Storytel Reader
- Lestu með innbyggðri hlýrri og kaldri lýsingu
- Skjár hannaður til þess að lesa eins og af pappír!
- Léttur og þægilegur, aðeins 200 grömm
- Auðveld tenging við Storytel aðganginn þinn
- Skiptu á milli lesturs og hlustunar, þráðlaust eða með heyrnatólum
- Stækkaðu eða breyttu um letur til að auðvelda lestur
Með Storytel Reader lesbrettinu og Storytel áskrift færðu aðgang að öllu bókasafni Storytel. Lesbrettið er létt og fer vel í hendi auk þess sem þægilegir hnappar gera lestrarupplifunina frábæra. Baklýstur hágæða E-ink skjár gerir þér kleift að lesa bæði í glampandi sólskini og niðamyrkri. Stilltu bæði ljósmagn og hlýleika birtunnar eins og þér hentar.
Storytel Reader heldur utan um bókamerkin þín í Storytel appinu, enda er það tengt við aðganginn þinn, svo þú getir lesið eða hlustað hvar og hvernig sem þér hentar.
Tæknilegar upplýsingar
Litur: Hvítur
Þyngd: 195g
Stærð: 170x117x8.7mm
6 tommu hágæða E-Ink snertiskjár
Hnappar til að fletta fram og til baka
8GB gb geymslupláss (Yfir 4.000 bækur)
Wi-Fi
Bluetooth
Tengi fyrir heyrnartól (3.5 mm)
USB-C hleðslutæki fylgir
3000 mAh Li-polymer endurhlaðanleg rafhlaða
Virk Storytel áskrift er nauðsynleg til þess að nota tækið.
Ég er ekki með áskrift hjá Storytel
Þú getur fundið frekari upplýsingar um áskriftarleiðir okkar og hvernig hefja á áskrift hér.
Að hlusta á hljóðbækur í Storytel Reader
Reader lesbrettið er hannað til að veita sem allra besta upplifun af rafbóka lestri en það er einnig mögulegt að hlusta á hljóðbækur í Reader lesbrettinu. Þú getur annaðhvort stungið heyrnatólunum þínum í samband (3,55 mm jack) eða hlustað í gegnum Bluetooth. Þú getur fundið frekari upplýsingar hér.