Það er tvennt sem er gott að hafa í huga til þess að lengja rafhlöðuendinguna í lesbrettinu:
Biðskjár: Lesbrettið er með stillingu sem leiðir til þess að lesbrettið slekkur sjálfkrafa á sér eftir 1 klukkutíma á biðskjánum til að spara rafhlöðuna. Við mælum með því að slökkva ekki á þessari stillingu. (Ef þú vilt gera það, gerðu það með því að fara í Stillingar -> Rafhlöðustillingar)
Birtustigið: Lesbrettið aðlagar ekki sjálfkrafa birtustigið en þú getur aðlagað birtustigið til að hámarka rafhlöðuendinguna. Til þess að gera það ferðu í Stillingar -> Birtustig.
Gott að vita
Við erum ávallt að þróa hugbúnaðinn í Storytel Reader lesbrettinu til að bæta rafhlöðuendinguna og aðra hluta brettisins. Við mælum því með því að uppfæra lesbrettið um leið og það er hægt. Boð um uppfærslur koma upp sjálfkrafa, og þú þarft eingöngu að velja OK til að hefja uppfærslu.