Takk fyrir að festa kaup á Storytel Reader! Við vonum að hann veiti þér ánægju og að þú finnir margar bækur til að lesa (eða hlusta á). Hér að neðan finnur þú upplýsingar um hvernig þú byrjar að nota Reader lesbrettið.
Byrjaðu að nota Storytel Reader
- Efst á Reader lesbrettinu er hnappur. Haltu honum niðri, í um það bil 5 sekúndur, þangað til ljós kviknar á skjánum.
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum. Ýttu á Byrja og svo á Setja upp WiFi.
- Veldu WiFi tengingu og ýttu á Tengjast.
- Storytel appinu er hlaðið niður sjálfkrafa í fyrsta sinn sem þú kveikir á lesbrettinu. Ekki aftengjast WiFi áður en að appinu hefur verið hlaðið niður að fullu. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
- Þegar appinu hefur verið hlaðið niður getur þú skráð þig inn. Skráðu þig inn með netfanginu og lykilorðinu sem þú notar fyrir Storytel áskriftina þína. Vinsamlega athugaðu: Sá aðgangur sem þú notar til að skrá þig inn með verður að vera tengdur við virka áskrift svo þú getir hlustað og lesið.
Vantar þig Storytel áskrift?
Til að hlusta og lesa bækur í Storytel Reader þarftu að vera með virka Storytel áskrift. Þú getur hafið áskrift um leið á heimasíðu okkar. Ýttu hér til að sjá áskriftarleiðir okkar og til að hefja áskrift á heimasíðu okkar.
Er einungis hægt að tengja Reader lesbrettið við einn aðgang?
Nei, þú getur skráð þig inn með hvaða Storytel aðgangi sem er. Lesbrettið er ekki tengt neinum einum aðgangi og þú getur skráð þig út og inn aftur hvenær sem er.