Ef þú ert með iOS tæki þá getur þú skráð þig inn með Apple þegar þú býrð til aðgang. Ef þú velur að skrá þig í gegnum Apple þá verða innskráningsupplýsingar þínar sóttar frá Apple ID-inu þínu og þú munt ekki þurfa að setja inn netfang eða lykilorð handvirkt.
Innskráning með Apple valmöguleikinn er til staðar en hann virkar ekki, hver er ástæðan?
Til að skrá sig inn með Apple þarftu að hafa skráð þig í áskrift með Apple þegar þú bjóst til aðganginn þinn. Það er ekki mögulegt að skrá sig inn með Apple eftir að Storytel aðgangur hefur verið búinn til.
Ég skráði mig í áskrift með Apple þegar ég bjó til aðganginn minn og valdi "Hide my email". Hvar get ég séð hvaða netfang ég nota hjá Storytel?
Þegar þú velur "Hide my email" mun Apple búa til netfang fyrir þig (til dæmis: stafirafhandahofi123>@privaterelay.appleid.com). Apple tengir þetta netfang við það netfang sem þú notar fyrir Apple ID.
Þó þú sért óviss um hvert netfangið er sem Apple bjó til fyrir þig þá getur þú alltaf skráð þig inn á aðganginn þinn með Apple ID.
Ef þú villt sjá netfangið sem búið var til fyrir þig þá getur þú (í tækinu þínu) skoðað:
Settings -> Apple ID -> Password and Security -> Sign in with Apple -> Storytel
Ég hef skipt úr iOS tæki yfir í Android. Hvernig skrái ég mig inn á aðganginn minn?
Vinsamleag endurstilltu lykilorðið þitt í gegnum heimasíðuna okkar. Ef þú lendir í vandræðum þá getur þú fundið frekari upplýsingar í greininni að neðan Endurstilla eða breyta lykilorði.
Ég skráði mig með Apple ID. Hvernig get ég aftengt aðganginn minn frá Apple?
1. Í appinu, farðu í Mín síða -> Stillingar -> Aðgangur. Ef þú sérð þar tilbúna Apple netfangið, farðu þá á heimasíðuna okkar, skráðu þig inn þar og breyttu netfanginu.
Ef þú sérð alvöru netfang, vinsamlega fylgdu eftirfarandi skrefum:
2. Endurstilltu lykilorðið í gegnum heimasíðuna okkar.
3. Á tækinu þínu (ekki í appinu) farðu í Settings -> Apple ID -> Storytel -> Stop using Apple ID