Þú getur varpað Storytel beint í sjónvarpið þitt með Google Chromecast.
Ef þú hefur ekki tengt Chromecast áður þá getur þú lesið þessar upplýsingar áður en þú fylgir eftirfarandi skrefum
Byrjaðu að varpa
1. Opnaðu Storytel appið
2. Byrjaðu að spila hljóðbók
3. Ýttu á Cast táknið() í hægra horninu
4. Veldu tækið sem þú villt varpa á
Ég fæ ekki upp valmöguleikann að varpa skjánum mínum
Gakktu úr skugga um að þú hafir uppfært Storytel appið þitt. Stýrikerfið þitt þarf að vera android 6 eða nýrra til að þú getir notað þennan valmöguleika. Vinsamlega athugaðu: Eins og er þá er einungis hægt að varpa frá android tækjum en ekki iOS.
Tækið sem ég vil varpa til er ekki sýnilegt á listanum sem valmöguleiki
Tækið sem þú villt varpa Storytel yfir á þarf að vera tengt sama WiFi og Chromecast tækið þitt er tengt við.
Þú getur séð og breytt því hvaða WiFi Chromecast-ið þitt er tengt við í Google Home appinu.