Ef þú kemur í hóp Storytel unnenda getur þú prófað nýja valmöguleika í appinu áður en þeir koma út fyrir aðra áskrifendur Storytel.
Þar sem valmöguleikarnir hafa ekki verið gerðir opinberir er möguleiki á því að þeir innihaldi villur. Sem Storytel unnandi getur þú hjálpað okkur að bæta þá áður en þeir koma út með því að tilkynna þær villur sem þú tekur eftir.
Hvernig get ég orðið Storytel unnandi?
Það er bæði auðvelt að slást í hópinn sem og að yfirgefa hann. Til að ganga í hópinn, skráðu þig inn í Storytel appið og farðu í Mín síða -> Stillingar -> Appið . Kveiktu á Storytel unnandi. Þú munt fá staðfestingu í tölvupósti.
Við vonum að þú hafir áhuga á því að gefa okkur umsagnir og endurgjöf um valmöguleikana og við munum hafa samband við þig í gegnum þær upplýsingar sem þú hefur skráð hjá okkur og biðja þig um að gefa okkur þína umsögn til að hjálpa okkur að þróa og bæta valmöguleikana í appinu. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega valkvætt og þú getur neitað að gefa umsögn en umsögn er ætíð mikils virði fyrir okkur.
Hvernig tilkynni ég villur?
Ef þú telur að þú hafir fundið villu í nýju valmöguleikunum, vinsamlega sendu okkur tölvupósti til hjalp.is@storytel.com. Taktu fram hvaða útgáfu af appinu þú ert að nota og að þú sért Storytel unnandi.
Hvernig get ég hætt að vera Storytel unnandi?
Til að yfirgefa hóp Storytel unnenda, skráðu þig inn í Storytel appið og farðu í Mín síða -> Stillingar -> Appið og slökktu þar á Storytel unnandi.
Vinsamlega athugaðu: Að vera Storytel unnandi er valkvætt og ekki er greitt fyrir þátttöku.