Þú getur hlaðið upp þínum eigin Epub* skjölum í Reader lesbrettið.
Til að hlaða upp skjölum í Storytel Reader, vinsamlega fylgdu eftirfarandi skrefum:
1. Skráðu þig inn á aðganginn þinn á heimasíðunni okkar.
2. Farðu á Mínar síður - > Minn Reader.
3. Ýttu á Vista bækur.
4. Veldu hvaða Epub skjali þú villt hlaða upp.
Vinsamlega athugaðu, ef að skjal er varið með DRM (Digital Rights Management) þá er ekki mögulegt að hlaða því upp á Storytel Reader.
Sjáðu skjölin þín í Storytel Reader
Gakktu úr skugga um að Reader lesbrettið sé tengt við WiFi að lágmarki einu sinni eftir að þú hefur hlaðið upp skjölum af heimasíðunni okkar, annars munu þau ekki birtast þér.
Til að sjá og lesa þín eigin skjöl, ýttu á Mín skjöl á Reader heimasvæðinu.
Vinsamlega athugaðu: Skjölin eru einungis vistuð á þínum aðgangi og þínum Reader. Til að hlaða upp og hafa aðgang að efninu þínu í Reader, þar á meðal þínum eigin skjölum, þá þarftu að vera með áskrift hjá Storytel.
Ég sé ekki Mín skjöl valmöguleikann
Ef þú sérð valmöguleikann ekki, vinsamlega gakktu úr skugga um að Reader lesbrettið þitt sé með nýjustu uppfærslu. Ef ekki, prófaðu að uppfæra.