Er hægt að senda Reader hvert sem er?
Vinsamlega athugaðu að þú ættir að panta lesbrettið frá heimasíðu þess lands sem þú ert búsett/búsettur í og á við það land þar sem þú ert með áskrift. Ef þú vilt fá lesbrettið sent til annars lands en Íslands, sendu okkur þá póst með fyrirspurn á reader.is@storytel.com.
Storytel Reader er fáanlegur í þjónustu okkar á Íslandi, í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Sendingartími getur verið breytilegur eftir því hvert Reader lesbrettið er sent. Við reynum að senda lesbrettin frá okkur innan tveggja virkra daga frá pöntun, en sendingartími getur verið um 3-4 virkir dagar.
Vinsamlega athugaðu: Ef einstaklingurinn sem mun nota Reader lesbrettið (þú eða annar aðili) er ekki búsettur í þeim löndum sem nefnd eru hér að ofan, þá mælum við gegn því að þú kaupir Reader. Ef þú hefur einhverjar spurningar, vinsamlega hafðu samband við okkur í tölvupósti til reader.is@storytel.com.
Hvað kostar að fá Reader lesbretti sent heim?
Það eru engin heimsendingargjöld fyrir Storytel Reader.