Til að sjá prófílinn þinn í appinu, smelltu á Mín síða í valmyndinni neðst á skjánum.
Til að skoða frekari stillingar á þinni síðu, smelltu á Stillingar (tannhjólsmerkið í efra hægra horninu)
Stillingar fyrir aðganginn
Eftir að þú ýtir á Stillingar á þinni síðu, smelltu þá á Aðgangur. Hér sérðu upplýsingar varðandi aðganginn þinn eða áskriftina og hefur möguleika á því að breyta lykilorðinu þínu. Ef þú þarft að breyta öðru en því sem þar er boðið upp á vinsamlega skráðu þig inn á heimasíðunni okkar og farðu á Mínar síður -> Aðgangurinn minn.
Þú getur lesið meira hér um hvernig best er að hafa umsjón með aðgangi þínum og áskrift.
Stillingar fyrir appið
Hér getur þú valið hvaða tungumál þú villt hafa í áskriftinni þinni eða notað síuna til að sjá einungis rafbækur eða hljóðbækur.
Þú munt einnig hafa möguleikann á því að kveikja og slökkva á tilteknum valmöguleikum. Hvaða valmöguleikar eru í boði hverju sinni getur breyst, nema möguleikinn á því að vera hluti af Storytel unnenda hópnum okkar. Til að læra meira um Storytel unnendur, skoðaðu þessa grein.
Nafnið þitt
Nafnið sem þú velur að bæta við á þína síðu er nafnið sem er sýnilegt öðrum Storytel notendum í appinu. Ef þú skrifar umsögn um bók þá mun nafnið koma við umsögnina.
Myndin þín
Þegar þú bætir við mynd á síðunni þinni þá getur þú valið um að bæta við mynd frá myndasafninu í símanum þínum eða að taka nýja mynd.
Ef myndin sem þú velur fylgir ekki skilmálum og viðmiðunarreglum Storytel, þá kann að vera að myndin verði fjarlægð. Þú getur séð viðmiðunarreglur Storytel hér að neðan.
Viðmiðunarreglur
Storytel áskilur sér rétt til þess að fara yfir og fjarlægja hverja þá mynd sem brýtur á skilmálum okkar eða er á annan hátt talin óviðeigandi. Myndir ættu ekki að:
- Innihalda nekt eða kynferðislegt, ofbeldisfullt eða annað óviðeigandi myndefni.
- Ættu ekki að mismuna út frá trú eða pólitískum skoðunum, kynhneigð, uppruna, kyni eða kynvitund, aldri eða fötlun.
- Vera notaðar til að villa á sér heimildir.
- Nota óefnisleg réttindi.