Storytel er núna í boði fyrir Apple Watch! Appinu er sjálfkrafa hlaðið niður
í úrið þitt þegar þú uppfærir iOS appið þitt í útgáfu 7.1 (eða nýrra).
Með Storytel í Apple úrinu þínu getur þú hlustað á hljóðbækur á ferðinni
án þess að taka símann þinn með. Þú getur streymt bókinni eða hlaðið
henni niður, og getur þá hlustað án internettengingar og haldið vandræðalaust
áfram að hlusta þar sem þú stöðvaðir bókina í símanum.
Valmöguleikar
Í Apple úrinu þínu getur þú hlustað á sögur beint úr bókahillunni þinni.
Þú getur breytt hlustunarhraðanum og flett á milli kafla.
Storytel appið í Apple Watch býður einnig upp á að hlaða bókum niður til
að hlusta án nettengingar. Til að hlaða bókinni niður, ýttu á bókina í
Bókahillunni. Þegar spilarinn opnast, skrollaðu til vinstri til að kalla fram
valmyndina. Ýttu á Download og árangursstika birtist á meðan hún hleðst
niður. Þegar því er lokioð mun appelsínugult merki birtast á bókinni í
Bókahillunni.
Þú getur hlaðið eins mörgum bókum og þú vilt niður á Apple úrið þitt,
svo lengi sem þú sért með nægilegt pláss á tækinu.
Gott að vita
Lágmarksstýrikerfi fyrir Storytel appið í úrinu þínu er Apple Watch
Series 3 með Watch OS 7 eða nýrra.
Apple Watch - snjöll leið til að hlusta
Var þessi grein gagnleg?