Storytel býður upp á sérstakan afslátt fyrir stúdenta, Storytel Unlimited áskrift á lægra verði.
Þú getur nýtt stúdentaáskrift hjá okkur, hvort sem þú ert nýr áskrifandi eða hefur verið áður í áskrift hjá okkur.
Til að nýta stúdentaafsláttinn sem nýr áskrifandi þarft þú að skrá þig í gegnum Stúdentasíðu Storytel hér, og hefja staðfestingarferli á stúdentastöðu þinni í gegnum SheerID.
Fyrir nýja áskrifendur er staðfestingarferlið framkvæmt á meðan prufutímabilið er í gangi, en fyrir áskrifendur sem hafa verið áður hjá okkur þarf að fara á Aðgangssíðuna á Mínum síðum á vefsíðunni okkar.
Ef þú ert nú þegar með virka áskrift hjá okkur þarft þú að fara í gegnum staðfestingarferlið til að staðfesta stúdentaauðkenni þitt á aðgangssíðunni á vefsíðunni okkar, og þegar því er lokið getur þú fengið áskrift á lægra verði.
Staðfesting á stúdentaauðkenni þarf að vera endurnýjað á hverju ári til að sýna fram á að þú hafir rétt á því að fá áskriftina á lægra verði. Þú getur nýtt stúdentaafsláttinn hjá Storyel í allt að fjögur ár.
Ef þú hefur áskrift án þess að fara í gegnum staðfestingarferlið á stúdentaauðkenni þínu, eða ef þú sem nýr áskrifandi klárar ekki staðfestinguna áður en prufutímabilinu lýkur, mun Storytel skuldfæra fyrir fullu verði áskriftarinnar. Þú getur þó haldið áfram með staðfestingarferlið á Mínum síðum og verður afslátturinn þá virkur við næstu skuldfærslu.
Hvað er SheerID og hvernig staðfesti ég stúdentaauðkenni mitt?
Sheer ID er þjónusta sem fyrirtæki geta notað til að staðfesta notendur sem stúdenta og virkja sérstök stúdentaverð. Storytel notar SheerID fyrir okkar áskrifendur til að þeir geti skráð sig í Storytel Unlimited áskrift með stúdentaafslætti. Staðfestingin gildir í eitt ár og eftir það þarf að staðfesta hana á ný til þess að sýna fram á að þú hafir enn rétt á stúdentaafslættinum.
Hér getur þú lesið meira um SheerID
Sheer ID er þjónusta sem fyrirtæki geta notað til að staðfesta notendur sem stúdenta og virkja sérstök stúdentaverð.
Storytel notar SheerID fyrir okkar áskrifendur til að þeir geti skráð sig í Storytel Unlimited áskrift með stúdentaafslætti. Staðfestingin gildir í eitt ár og eftir það þarf að staðfesta hana á ný til þess að sýna fram á að þú hafir enn rétt á stúdentaafslættinum.
Hér getur þú lesið meira um SheerID
Hvernig staðfesti ég með SheerID?
Til að staðfesta stúdentaauðkenni þitt og fá afsláttinn, þarft þú að fara í gegnum ferlið hjá SheerID. Eftir að þú skráir þig hjá Storytel, færð þú tölvupóst með leiðbeiningum um hvernig þú staðfestir stúdentastöðu þína.
Til að staðfesta stúdentaauðkenni þitt, þarft þú að fylgja eftirfarandi skrefum:
- Skráðu þig inn á aðganginn þinn á Storytel vefsíðunni.
- Farðu á Aðgangur á Mínum síðum.
- Veldu Staðfesta stúdentaauðkenni.
- Til að staðfesta auðkenni þitt, fylgdu leiðbeiningunum sem koma á skjáinn.
- Þegar staðfestingarferlinu er lokið færð þú staðfestingarpóst þess efnis og getur einnig séð staðfesta stöðu þína á áskriftarsíðunni á Mínum síðum.