Storytel býður upp á sérstakan afslátt fyrir stúdenta, Storytel Unlimited áskrift á lægra verði.
Þú getur nýtt stúdentaáskrift hjá okkur, hvort sem þú ert nýr áskrifandi eða hefur verið áður í áskrift hjá okkur.
Til að nýta stúdentaafsláttinn sem nýr áskrifandi þarft þú að skrá þig í gegnum Stúdentasíðu Storytel hér, og hefja staðfestingarferli á stúdentastöðu þinni í gegnum SheerID.
Fyrir nýja áskrifendur er staðfestingarferlið framkvæmt á meðan prufutímabilið er í gangi, en fyrir áskrifendur sem hafa verið áður hjá okkur þarf að fara á Aðgangssíðuna á Mínum síðum á vefsíðunni okkar.
Ef þú ert nú þegar með virka áskrift hjá okkur þarft þú að fara í gegnum staðfestingarferlið til að staðfesta stúdentaauðkenni þitt á aðgangssíðunni á vefsíðunni okkar, og þegar því er lokið getur þú fengið áskrift á lægra verði.
Hvað er SheerID og hvernig staðfesti ég stúdentaauðkenni mitt?
Sheer ID er þjónusta sem fyrirtæki geta notað til að staðfesta notendur sem stúdenta og virkja sérstök stúdentaverð.
Storytel notar SheerID fyrir okkar áskrifendur til að þeir geti skráð sig í Storytel Unlimited áskrift með stúdentaafslætti.
Hér getur þú lesið meira um SheerID