Storytel er nú í boði fyrir Wear OS snjallúr! Þú getur náð í Storytel appið fyrir Wear OS úr Google Play Store beint úr snjallúrinu þínu.
Með Storytel appinu fyrir Wear OS getur þú hlustað á hljóðbækur á ferðinni án þess að taka símann með. Þú getur streymt bókunum eða vistað þær, sem gerir það að verkum að þú getur hlustað án internettengingar og einfaldlega haldið áfram að hlusta þar sem þú hættir áður!
Valmöguleikar
Í Storytel appinu fyrir Wear OS getur þú hlustað á hljóðbækurnar þínar beint úr bókahillunni þinni, breyt hlustunarhraðanum, og hlaðið þeim niður til að hlusta án nettengingar.
Til að hlaða niður bók:
- Ýttu á bókina í bókahillunni.
- Þegar spilarinn opnast, skrunaðu til vinstri til að sjá valmyndina.
- Ýttu á "Download" og árangursstika sýnir hvernig gengur að hlaða bókinni niður.
- Þegar búið er að hlaða bókinni niður færð þú tilkynningu og bókin verður merkt að henni hafi verið hlaðið niður í bókahillunni.
Þú getur vistað eins mikið af bókum til að hlusta án nettengingar á snjallúrið þitt eins og þú hefur pláss fyrir á tækinu. Úrið samræmist bókahillunni þinni í Storytel appinu í snjallsíma. Þær hljóðbækur sem þú hefur í bókahillunni þinni verða þær sem þú sérð á úrinu og getur valið úr til að hlusta á, annað hvort í streymi eða sem hefur verið hlaðið niður.
Lágmarksstýrikerfi fyrir Storytel appið á Wear OS tækjum eru snjallúr sem nota Wear OS útgáfur 2.33 eða nýrri.