Með Storytel getur þú notið þess að hlusta og lesa á hljóðbækur og rafbækur í sístækkandi bókasafninu okkar. Að hefja áskrift hjá okkur er auðvelt, fylgdu bara skrefunum hér að neðan til að koma þér í gang.
Hefja áskrift í gegnum vefsíðuna okkar
- Farðu á vefsíðuna okkar
- Skrunaðu þar til þú ert komin/n neðst á síðuna til að sjá hvaða áskriftarleiðir eru í boði. Veldu áskriftarleiðina sem hentar þér best.
- Búðu til aðgang.
- Settu inn greiðsluupplýsingar og stofnaðu áskriftina.
- Náðu í appið okkar og skráðu þig inn til þess að byrja að hlusta og lesa.
Náðu í Storytel appið
Hægt er að hlaða Storytel-appinu niður í símann þinn og spjaldtölvu og það er einnig samhæft við önnur tæki. Ef þú átt í vandræðum með að hlaða niður appinu gæti tækið þitt ekki verið samhæft við það.
Hér getur þú lesið meira um lágmarkskröfur Storytel appsins og hvernig tæki þú getur notað.
Gott að vita: Öll hlustun eða lestur fer fram í gegnum Storytel-appið, ekki vefsíðuna okkar. Ekki er hægt að hlaða appinu niður í tölvu (hvorki PC né Mac).
Skráðu þig inn á Storytel aðganginn þinn
Þegar þú hefur búið til aðgang hjá okkur, hvort sem það var í gegnum vefsíðuna eða appið, er best að þú veljir Innskráning í stað þess að búa til nýjan aðgang.
Sú innskráningaraðferð sem þú velur þegar þú skráir þig inn á vefsíðuna og í appið fer eftir því hvað þú valdir þegar aðgangurinn var fyrst stofnaður. Þú þarft að velja rétta innskráningaraðferð til að geta skráð þig inn.
Ef þú þarft frekari aðstoð við innskráningu í appið getur þú lesið meira hér.