Skoðaðu hvað þú átt marga klukkutíma eftir
Ef þú ert skráð/ur inn í Storytel appið getur þú farið í Prófíll -> Stillingar -> Áskrift og ýttu svo á Athuga tímamagn.
Hér getur þú líka séð hvað langt í næstu endurnýjunardagsetningu áskriftarinnar þegar þú færð endurstillt tímamagn.
Á vefsíðunni okkar getur þú farið í Mínar síður -> Aðgangurinn minn -> Áskrift og skoðað það undir Hlustunartími.
Hér sérð þú einnig næstu greiðsludagsetningu, þegar áskriftin verður endurnýjuð og tíminn endurstilltur.
Gott að vita: Hver aðgangur í fjölskylduáskriftinni fær 100 klst á mánuði til að hlusta og lesa. Þú getur eingöngu séð tímana fyrir þann Storytel aðgang sem þú ert skráð/ur inn á.
Ef það er hægt að færa tíma á milli mánaða í þinni áskriftarleið getur þú séð það hér hversu marga tíma þú átt uppsafnaða, hversu marga þú getur fært á milli mánaða og hversu mikið þú getur geymt í heildina. Ekki eru allar áskriftarleiðir með þetta í boði.
Ef þú klárar tímana þína
Ef þú klárar alla tímana sem innifaldir eru í áskriftinni þinni, færð þú tilkynningu um það í appinu. Ef þú vilt getað haldið áfram að hlusta og lesa strax getur þú breytt um áskriftarleið eða hafið næsta áskriftartímabil um leið.
Ef þú velur að hefja strax næsta áskriftartímabil munt þú halda áfram með sömu áskriftarleiðina, en verður skuldfært um leið í stað þess að bíða til loka tímabilsins. Næsti greiðsludagur uppfærist einnig við þetta.
Ef þú vilt hvorki breyta um áskriftarleið né virkja nýtt áskriftartímabil snemma, getur þú í staðinn beðið eftir því að núverandi áskriftartímabilið klárist og tímarnir þínir verði endurnýjaðir.
Gott að vita: Hvenær nákvæmlega yfir daginn sem áskriftarleiðin þín verður endurnýjuð er háð því hvenær áskriftin var hafin, en miðast ekki við miðnætti.
Hvernig er tímafjöldinn reiknaður?
Hljóðbækur
Hlustunartími hljóðbóka er reiknaður út frá þeim tíma sem tekur að hlusta á bókina á venjulegum hraða (x1), óháð því á hvaða hraða þú hlustar á bókina. Til dæmis; ef þú hlustar á bókina á tvöföldum hraða (x2) og þú hlustar í 2 klukkustundir, telur það samt sem 4 klukkustundir í hlustun.
Þessi útreikningur verður sá sami hvort sem þú hlustar án nettengingar eða í Kids mode. Að spóla áfram eða afturábak í bók mun ekki hafa áhrif á tímann þinn.
Rafbækur
Í lestri rafbóka er tímafjöldinn reiknaður út frá því hversu marga stafi og myndir þú hefur lesið. Hversu lengi þú ert á hverri blaðsíðu hefur ekki áhrif á tímafjöldann, eða hvort þú lesir sömu blaðsíðuna oft, en allar nýjar blaðsíður sem þú lest munu umbreytast í tímafjölda og vera dregið frá tímafjöldanum þínum.
Gott að vita: Ef þú klárar bók og byrjar á henni upp á nýtt, telst það sem ný bók og verður dregið af tímafjöldanum þínum.
Ég er ekki með takmarkaða áskriftarleið. Get ég samt séð hvað ég hef hlustað og lesið margar klukkustundir?
Því miður er ekki hægt að sjá hversu margar klukkustundir hafa verið notaðar í Storytel appinu eða á vefsíðunni okkar ef þú ert ekki með takmarkaða áskriftarleið.
Þrátt fyrir það, þá getur þú séð þína hlustunar og lestrarsögu á vefsíðunni okkar (Mínar síður -> Aðgangurinn minn). Þú getur notað þessa tölfræði sem viðmið um hversu marga tíma þú notar í hverjum mánuði.