Með Apple CarPlay getur þú hlustað á hljóðbækur í bílnum þínum án þess að verða fyrir truflunum frá símanum. CarPlay veitir þér valmöguleikann á að sjá og stjórna Storytel appinu frá skjánum í bílnum þínum.
Ef bíllinn þinn styður CarPlay en þú sérð ekki Storytel í listanum yfir forrit í CarPlay, endilega athugaðu að síminn þinn og Storytel appið séu uppfærð í nýjustu útgáfu.
Til þess að geta notað Storytel með CarPlay þarft þú að vera með virka áskrift hjá okkur og vera skráð/ur inn á Storytel aðganginn þinn í símanum þínum á meðan þú hlustar í gegnum CarPlay.
Þú getur lesið meira um CarPlay á upplýsingasíðu Apple
Lágmarkskröfur um stýrikerfi:
Útgáfa 23.6 af Storytel appinu (iOS)
iOS 15