Storytel gjafakort gefur vinum þínum og fjölskyldu aðgang að öllu okkar safni hljóðbóka og rafbóka.
Þú getur keypt gjafakort fyrir 1, 3, 6 eða 12 mánuði. Greiða þarf fyrir öll gjafakort með greiðslukorti.
Ef þú vilt kaupa gjafakort, farðu á www.storytel.com og smelltu á Gjafakort -> Kaupa gjafakort. Veldu hversu langt tímabil þú vilt kaupa og staðfestu það, síðan slærð þú inn greiðsluupplýsingar þínar. Næst færðu kóða sem þú getur annað hvort sent vini þínum með tölvupósti eða prentað út. Vinur þinn þarf þennan kóða til þess að virkja gjöfina sína. Þú munt líka fá kvittun senda á netfang þitt.
Ef vinur þinn er með virka áskrift munu greiðslur hans stöðvast á meðan tímabil gjafakortsins gildir.
Kauptu gjafakort
Var þessi grein gagnleg?