Storytel á Íslandi hefur því miður hætt sölu á lesbrettum, en eigir þú nú þegar lesbretti er að sjálfsögðu hægt að nota það áfram. Þú getur einnig notað appið okkar í snjallsímum og spjaldtölvum til að lesa eða hlusta.
Til þess að nota Storytel Reader
- Efst á Reader lesbrettinu er hnappur. Haltu honum niðri, í um það bil 5 sekúndur, þangað til ljós kviknar á skjánum.
- Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum. Ýttu á Byrja og svo á Setja upp WiFi.
- Veldu WiFi tengingu og ýttu á Tengjast.
- Storytel appinu er hlaðið niður sjálfkrafa í fyrsta sinn sem þú kveikir á lesbrettinu. Ekki aftengjast WiFi áður en að appinu hefur verið hlaðið niður að fullu. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
- Þegar appinu hefur verið hlaðið niður getur þú skráð þig inn. Skráðu þig inn með netfanginu og lykilorðinu sem þú notar fyrir Storytel áskriftina þína. Vinsamlega athugaðu: Sá aðgangur sem þú notar til að skrá þig inn með verður að vera tengdur við virka áskrift svo þú getir hlustað og lesið.
Vantar þig Storytel áskrift?
Til að hlusta og lesa bækur í Storytel Reader þarftu að vera með virka Storytel áskrift. Þú getur hafið áskrift um leið á heimasíðu okkar. Ýttu hér til að sjá áskriftarleiðir okkar og til að hefja áskrift á heimasíðu okkar.
Er einungis hægt að tengja Reader lesbrettið við einn aðgang?
Nei, þú getur skráð þig inn með hvaða Storytel aðgangi sem er. Lesbrettið er ekki tengt neinum einum aðgangi og þú getur skráð þig út og inn aftur hvenær sem er.
Vistaðu bækur á Storytel Reader
Ef þú vistar bækur á lesbrettinu getur þú lesið þær án þess að vera í netsambandi. Til að hlaða niður bók, vinsamlega fylgdu eftirfarandi skrefum:
- Gakktu úr skugga um að tækið sé tengt við WiFi áður en þú heldur áfram.
- Veldu bókina sem þú villt hlaða niður. Þá muntu sjá upplýsingasíðu bókarinnar.
- Ýttu á Hlaða niður rafbók, Hlaða niður hljóðbók eða bæði.
- Þú finnur bókina í bókahillunni þinni. Þegar bókinni hefur verið hlaðið niður þá muntu sjá hak hægra megin við bókina sem merkir að bókinni hefur verið hlaðið niður.
Hafðu í huga: Mikilvægt er að tengjast WiFi að minnsta kosti á 30 daga fresti. Ef þú tengist því ekki í 30 daga eða lengur þá muntu þurfa að hlaða bókunum aftur niður á tækið.
Tímalengd niðurhals fer eftir því hversu stór rafbókar eða hljóðbókar skráin er. Ef þú, til að mynda, hleður niður bók með myndum eða miklum texta þá gæti það tekið lengri tíma að hlaða henni niður.
Þú hefur aðgang að öllu okkar úrvali svo lengi sem þú ert í áskrift hjá okkur. Storytel er áskriftartengd þjónusta og ef þú segir áskriftinni upp þá muntu ekki geta lesið/hlustað á bókatitla okkar (þetta á einnig við um vistaðar bækur)
Ef þú villt fjarlægja tiltekna bók sem þú hefur vistað á tækinu þá getur þú farið í bókahilluna þína og ýtt á bókina sem þú villt fjarlægja. Veldu Remove og ýttu svo á OK.
Til að fjarlægja allar vistaðar bækur:
- Ýttu á appelsínugula hnappinn á Reader lesbrettinu til að sjá upphafsskjáinn.
- Veldu Stillingar og ýttur svo á Eyða öllum bókum af tæki.
Vistaðu þín eigin skjöl í Storytel Reader
Þú getur hlaðið upp þínum eigin Epub* skjölum í Reader lesbrettið.
Til að hlaða upp skjölum í Storytel Reader, vinsamlega fylgdu eftirfarandi skrefum:
1. Skráðu þig inn á aðganginn þinn á heimasíðunni okkar.
2. Farðu á Mínar síður - > Minn Reader.
3. Ýttu á Vista bækur.
4. Veldu hvaða Epub skjali þú villt hlaða upp.
Vinsamlega athugaðu, ef að skjal er varið með DRM (Digital Rights Management) þá er ekki mögulegt að hlaða því upp á Storytel Reader.
Sjáðu skjölin þín í Storytel Reader
Gakktu úr skugga um að Reader lesbrettið sé tengt við WiFi að lágmarki einu sinni eftir að þú hefur hlaðið upp skjölum af heimasíðunni okkar, annars munu þau ekki birtast þér.
Til að sjá og lesa þín eigin skjöl, ýttu á Mín skjöl á Reader heimasvæðinu.
Vinsamlega athugaðu: Skjölin eru einungis vistuð á þínum aðgangi og þínum Reader. Til að hlaða upp og hafa aðgang að efninu þínu í Reader, þar á meðal þínum eigin skjölum, þá þarftu að vera með áskrift hjá Storytel.
Ég sé ekki Mín skjöl valmöguleikann
Ef þú sérð valmöguleikann ekki, vinsamlega gakktu úr skugga um að Reader lesbrettið þitt sé með nýjustu uppfærslu. Ef ekki, prófaðu að uppfæra.
Tæknilegar upplýsingar
Litur: Hvítur
Þyngd: 195g
Stærð: 170x117x8.7mm
6 tommu hágæða E-Ink snertiskjár
Hnappar til að fletta fram og til baka
8GB gb geymslupláss (Yfir 4.000 bækur)
Wi-Fi
Bluetooth
Tengi fyrir heyrnartól (3.5 mm)
USB-C hleðslutæki fylgir
3000 mAh Li-polymer endurhlaðanleg rafhlaða
Virk Storytel áskrift er nauðsynleg til þess að nota tækið.