Þegar þú hefur opnað rafbók í spilaranum þá getur þú ýtt á skjáinn til þess að sjá fleiri möguleika. Þeir munu birtast annaðhvort efst eða neðst á skjánum en það fer eftir tækinu sem þú notar.
Valmöguleikar í spilaranum
Lestrarstillingar
Til þess að breyta stillingum textans þá getur þú smellt á "A" í listanum. þú getur valið á milli þriggja mismunandi leturstærða fyrir textann, hvaða lit þú villt hafa á bakgrunninum og birtuskilyrði skjásins*.
Bókamerki
Vinstra megin við táknið "A" finnur þú táknið fyrir bókamerki. Þú geturbætt við handvirku bókamerki til þess að fljótlega og auðveldlega finna tiltekna blaðsíðu eða málsgrein í bókinni.
Til þess að bæta við bókamerki, ýttu á táknið, veldu "Setja bókamerki", bættu við glósu og ýttu aftur á "Setja bókamerki".
Efnisyfirlit
Þú getur ýtt á táknið lengst til vinstri á listanum til þess að sjá efnisyfirlit. Til þess að komast í tiltekinn kafla, smelltu einfaldlega á hann.
Skipta á milli hlustunar og lesturs
Ef við bjóðum upp á bókatitil sem bæði rafbók og hljóðbók og ef þeir titlar eru samhæfðir þá getur þú auðveldlega skipt á milli þess að lesa og hlusta á bókina. Þú getur ýtt á miðju skjásins og valið "Hlusta" eða ýtt á "Play" merkið sem er að finna neðst á skjánum. Ef þessir möguleikar eru ekki í boði þá eru hljóðbókin og rafbókin ekki samhæfðar.
*Það er einungis hægt að stilla birtuskilyrði í iOS tæki
Viðbótarstillingar (Android)
Til þess að sjá viðbótarstillingar, ýttu á punktana þrjá í efra hægra horni þegar þú hefur rafbókina opna í lesaranum. Viðbótarstillingarnar innihalda:
Landslagsstilling
Lesið lárétt. Þegar landslagsstilling (landscape mode) er notuð þá getur þú einnig valið að hafa tvöfaldar síður.
Breyttu lestrarstefnu
Í stað þess að lesa frá hægri til vinstri, vinstri til hægri, þá getur þú lesið frá toppi til botns.