Storytel býður upp á mismunandi greiðsluaðferðir.
Greiðsluaðferðin sem þú velur getur haft áhrif á hvaða áskriftarleið þú velur þér. Til að tryggja að þú hafir aðgang að öllum áskriftarleiðunum okkar mælum við með því að hefja áskrift í gegnum vefsíðuna okkar. Þú getur lesið meira um áskriftarleiðirnar okkar á vefsíðunni.
Gott að vita: áskriftarleiðin Storytel Unlimited er í boði sama hvaða greiðsluaðferð þú velur.
Greiðslur í gegnum vefsíðuna
Þú sérð hvaða greiðsluaðferðir eru í boði á vefsíðunni okkar þegar þú hefur áskriftina þína. Þú getur alltaf valið að greiða með kredit/debet korti.
Ef þú hefur áskriftina á vefsíðunni okkar getur þú breytt eða uppfært greiðsluupplýsingunum þínum með því að skrá þig inn á vefsíðuna okkar. Óskir þú þess, getur þú fylgt þessum skrefum:
- Farðu á Mínar síður -> Aðgangurinn minn,
- Veldu Greiðsla
- Veldu Uppfæra greiðsluupplýsingar
- Veldu þá greiðsluaðferð sem þú vilt nota og fylgdu leiðbeiningunum.
Skuldfærslan fór ekki í gegn. Hvers vegna ekki?
Ef kortafærslan fer ekki í gegn, þá gæti það verið vegna þess að:
- kortið er ekki í gildi
- ekki er næg heimild á kortinu
- kortið er ekki opið fyrir internetfærslur
Vinsamlegast athugaðu hvort að þessi atriði séu í lagi og reyndu aftur. Ef þú lendir enn í vandræðum skalt þú endilega hafa samband við bankann sem gefur út kortið þitt.