Kids Mode er valmöguleiki í appinu sem birtir barnabækur með notkun síu.
Til að kveikja á Kids Mode ferðu í stillingar inni í appinu og smellir á rofann.
Í fyrsta skiptið em þú kveikir á Kids Mode verður þú beðin/nn um að velja aðgangskóða sem notaður er til að gæta þess að barnið haldist í Kids Mode. Með öðrum orðum læsir þetta Storytel appinu. Í Kids Mode hefur barnið sína persónulegu bókahillu og fær meðmæli sem byggjast á því sem hefur áður verið lesið.
Gleymdir þú aðgangskóðanum?
Ef þú gleymir aðgangskóðanum þá getur þú fjarlægt appið úr tækinu þínu og sett það upp aftur. Þá muntu geta valið nýjan aðgangskóða sem þú notar til þess að kveikja og slökkva á Kids Mode.