Kids Mode er viðmót í appinu sem birtir einungis sögur sem eru í barnabókaflokknum. Til að kveikja á viðmótinu opnar þú Mín síða -> Stillingar í appinu og smellir á rofann fyrir Kids mode.
Í fyrsta sinn sem þú kveikir á Kids Mode þarft þú að velja aðgangskóða sem notaður er til að gæta þess að barnið haldist í Kids Mode. Með öðrum orðum læsir þetta Storytel appinu. Í Kids Mode hefur barnið sína persónulegu bókahillu og fær meðmæli sem byggjast á því sem hefur áður verið lesið.
Gleymdir þú aðgangskóðanum?
Ef þú gleymir aðgangskóðanum þá getur þú fjarlægt appið úr tækinu þínu og sett það upp aftur. Þá muntu geta valið nýjan aðgangskóða sem þú notar til þess að kveikja og slökkva á Kids Mode.
Fannstu bók sem á ekki heima í barnabókaflokknum?
Við reynum eftir bestu getu að passa upp á að sögurnar sem eru í boði á Kids Mode séu allar barnvænar – en mistök geta gerst. Ef þú rekst á bókatitil í Kids Mode sem er ekki við hæfi biðjum við þig vinsamlega um að láta okkur vita á hjalp.is@storytel.com eða í einkaskilaboðum á Facebook.