Voice Switcher hjá okkur leyfir þér að skipta auðveldlega á milli mismunandi radda (gervigreindarradda og mannlegra radda) og sérsníða hlustunarupplifunina þína að vild.
Þessar gervigreindarraddir munu vera viðbót við upprunalegan lestur leikara.
Hvernig þú prófar að hlusta
Bækur sem styðja Voice Switcher munu hafa merki ("Voice Switcher") sem þú getur leitað eftir í appinu.
Þegar þú opnar bók sem styður Voice Switcher í spilaranum munt þú sjá valmöguleikann til að skipta á milli radda. Til þess að skipta um rödd þarft þú bara að fletta á milli lesara.
Ég er að hlusta á bók sem ætti að vera með Voice Switcher en ég get ekki skipt um lesara. Hvers vegna?
Það er eingöngu hægt að nota Voice Switcher á iOS og Andoid tækjum, en ekki í gegnum Sonos, WearOS (Android), watchOS (Apple), Chromecast eða í Storytel Reader lesbrettinu.
Auk þess þarf appið þitt að vera að minnsta kosti útgáfa 23.44 í tækinu þínu.
Munið þið bæta Voice Switcher við fleiri bækur og tungumál?
Ef við bætum Voice Switcher við fleiri bækur munu þær vera aðgengilegar í appinu ef leitað er að merkinu Voice Switcher.
Eins og er höfum við engar upplýsingar eða áætlanir varðandi hvort og/eða hvenær Voice Switcher tæknin verði í boði fyrir fleiri tungumál.