Til að hvetja þig til þess að njóta fleiri sagna, getur þú sett þér hlustunarmarkmið í Storytel appinu fyrir hversu margar bækur þú vilt hlusta á eða lesa, á ákveðnu tímabili.
Hvernig þú setur þér markmið
Til að setja þér hlustunarmarkmið, veldu Mín síða -> Hlustunarmarkmið í appinu. Smelltu á Setja markmið til að hefjast handa.
Setja og breyta markmiði
Þegar þú býrð þér til markmið getur þú valið tímabil, 1, 3, 6, 12 mánuðir eða til loka ársins. Þú getur sett hvaða fjölda bóka sem þú kýst að klára á þessu tímabili. Bæði rafbækur og hljóðbækur telja til markmiðsins.
Vinsamlega athugaðu: Skjölum sem hefur verið hlaðið inn á Storytel Reader lesbretti teljast ekki til markmiðsins.
Þú munt geta fylgst með framgangi þínum í appinu.
Þegar þú breytir markmiði þínu, getur þú alltaf valið að framlengja tímabilinu eða bætt við magni bóka sem þú vilt klára á tímabilinu. Hinsvegar er ekki hægt að breyta markmiði þínu til að stytta tímabilið sem er liðið, eða lækka magn bóka niður í færri en þú ert nú þegar búinn með.
Vinsamlega athugaðu: Ef þú hefur ekki náð markmiði þínu er ekki hægt að breyta því. Hinsvegar getur þú valið að framlengja markmiðið (um 30 daga) eða búið til nýtt markmið og reynt aftur.
Kids mode
Á meðan appið er í Kids Mode munu þær bækur sem hlustað er á eða lesnar ekki telja til markmiðisins.
Ef þú þekkir ekki Kids Mode viðmótið og vilt vita meira, getur þú lesið meira hér.
Að ná markmiðinu
Framgangur þinn verður uppfærður sjálfkrafa og þú þarft ekki að gera neitt til að tryggja að þær bækur sem þú klárar séu meðtaldar í markmiðinu. Markmiði þínu verður náð ef þú hefur lesið/hlustað á þær bækur sem þú ætlaðir þér og tímabilið er liðið, eða þegar þú lýkur því sjálf/ur (ef þú náðir því áður en tíminn var liðinn).
Vinsamlega athugaðu: Það er ekki hægt að sjá hvaða bækur þú hefur lesið eða hlustað á til að ná markmiðinu, eða vista náðum markmiðum til að skoða síðar. Ef þú vilt vista markmiðin þín getur þú ýtt á Deila markmiði; þá getur þú deilt markmiðinu með öðrum en einnig með sjálfum þér.